14. des. 2022
Móttaka innsendinga hefst 1. Janúar
Við munum hefja móttöku innsendinga til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarárið 2022, sunnudaginn 1. janúar 2023.
Kæra tónlistarfólk
Við munum hefja móttöku innsendinga til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarárið 2022
- Sunnudaginn 1. janúar 2023.
Það verður vægast sagt spennandi að sjá alla þá uppskeru ársins sem er að líða enda æði viðburðaríkt í útgáfu og lifandi flutningi.
Öllu íslensku tónlistarfólki, tónskáldum, útgefendum og öðrum hagsmunaaðilum sem gefið hafa út nýja íslenska tónlist, haldið tónleika eða sent frá sér ný lög, tónverk, texta eða myndbönd árið 2022 er eindregið hvatt til að senda sín verk inn. Öll verkefni sem komu út eða birtust á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2022 eiga sannarlega erindi. Skilafrestur rennur út sunnudagskvöldið 22. janúar.
Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í Silfurbergi Hörpu og í beinni útsendingu á RÚV, miðvikudagskvöldið 22. mars 2023.