16. mar. 2023
Plötuumslag ársins í samvinnu við FÍT

Þegar tilnefningar til tónlistarverðlauna ársins voru kynntar á dögunum var ekki tilgreint frá hvaða plötuumslög hefðu hlotið tilnefningar fyrir umslagshönnun ársins. Ástæðan var sú nýbreytni að Íslensku tónlistarverðlaunin eru nú í fyrsta sinn í samstarfi við Félag íslenskra teiknara sem starfrækti nefnd hönnuða er fór yfir innsendingarnar.
Í vikunni var það loks kunngert hver plötuumslögin fimm væru sem hlytu tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem og FÍT verðlauna. FÍT verðlaunin verða afhent nú á föstudaginn 17. mars í Grósku kl. 17.00. Hlutverk FÍT verðlaunanna er að veita því viðurkenningar sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum. Það kemur því í ljós á föstudag hver það verða sem hljóta fyrstu Íslensku tónlistarverðlaun ársins, nokkrum dögum áður en verðlaunahátíðin fer fram í Hörpu.
Eftirtalin plötuumslög eru tilnefnd sem þau bestu árið 2022:
- Fossora – Björk Guðmundsdóttir, hönnun; Björk Guðmundsdóttir og James Merry
- Models of Duration – John McCowen, hönnun; John McCowen
- Owls – Magnús Jóhann, hönnun; Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
- Amatör – Unnsteinn, hönnun; Viktor Weisshappel Vilhjálmsson
- While We Wait – RAKEL, Salóme Katrín og ZAAR, hönnun; Aron Freyr Heimisson
Við óskum þeim sem komu að þessum vel heppnuðu plötuumslögum til hamingju með tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og FÍT verðlaunanna.