19. feb. 2025
Tilnefningar kynntar
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða kynntar 25. febrúar.
Undanfarið hafa dómnefndir Íslensku tónlistarverðlaunanna unnið úr þeim yfir 800 innsendingum sem bárust í opnu innseningarferli í desember 2024 og janúar 2025. Vett verða á 3. tug verðlauna og 5 tilnefningar birtar í nærri öllum flokkunum.
Tilnefningarnar voru kynntar í beinu streymi á vefnum.