03. mar. 2023

Uppfærð tónlistarverðlaun og langlisti birtur í fyrsta sinn

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu miðvikudagskvöldið 22. mars

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu miðvikudagskvöldið 22. mars. Verðlaunaflokkarnir hafa fengið talsverða upphalningu og umfang verðlaunanna gert nokkuð einfaldara. Ekki er um niðurskurð að ræða, enda gróskan í íslensku tónlistarlífi umtalsverð, heldur hefur verið hagrætt innan flokka og verðlaun sameinuð. Þar með eykst vægi hverra verðlauna. Verðlaunaflokkarnir sem voru samtals um 37 talsins í fyrra eru nú 22.

Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem akademía dómnefnda, samansett af tónlistarfólki, tónskáldum, flytjendum, fólki sem fjallar um, skrifar eða vinnur í kringum tónlist, velur úr öllu því helsta sem telst hafa staðið upp úr frá síðasta tónlistarári. Þá eru verðlaunin byggð á allri breiddinni, þar sem popp- og rokktónlist, sígild og samtímatónlist, djass-, kvikmynda- og leikhústónlist, heims- og þjóðlagatónlist sem og hver önnur sem fellur á milli fyrrgreinda flokka, á sitt heimili.

Verðlaunað er í hverjum tónlistarflokki fyrir plötur, söng, hljóðfæraleik eða flutning, einstök lög eða tónverk þar sem kastljósinu er beint að aðstandendum (laga- og textahöfundum) helstu lagasmíða ársins. Þá verður verðlaunað þvert á flokka fyrir myndbönd, tónleika og hátíðir og upptökustjórn auk þess sem bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi verður valin. Sú nýlunda verður að verðlaun fyrir plötuumslag ársins verða veitt í samvinnu við Félag íslenskra teiknara og afhent á FÍT verðlaunum fáeinum dögum fyrr. Loks verða veitt heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna en meðal fyrri verðlaunahafa eru Diddú, Kristinn Sigmundsson, Sigur Rós, Jón Ásgeirsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem hlaut þau í fyrra.

Langlisti platna, laga og tónverka birtur í fyrsta sinn

Svokallaður „langlisti“ þeirra platna og laga/tónverka sem koma munu til greina í tilnefningum ársins er hér birtur í fyrsta sinn á undan eiginlegum „stuttlista“ en sjálfar tilnefningarnar verða kynntar fimmtudaginn 9. mars.

PLÖTUR SEM KOMA TIL GREINA Í TILNEFNINGUM TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2023

12:48 - gugusar

7 - Lára Rúnars

ADHD8 - ADHD

Aethe - rHaukur Gröndal og Iceland’s Liberation Orchestra

Another time - ASA trio og Jóel Pálsson

Bjargrúnir - Umbra

Dætur - Friðrik Dór

Un Monde Nouveau - Arnar Guðjónsson

Ekki treysta fiskunum - Ólafur Kram

Fikta - Jónas Ásgeir Ásgeirsson

Finding Place - MIMRA

Five Angles - Haukur Gröndal

Flækt og týnd og einmana - Una Torfa

Fossora - Björk

From Afar - Víkingur Ólafsson

Gork - Óskar Kjartansson

Hereby - Andrés Þór

Hiatus Terræ - Ari Árelíus

High Expectations - Veigar Margeirsson & Sinfonia Nord

Hríma - Sævar Jóhannsson

Hvernig ertu? - Prins Póló

Infinite Wellness - Ultraflex

Jaula - Snorri Hallgrímsson

Kúlomb - Kraftgalli

Ljóð - Rebekka Blöndal

Með vorið í höndunum - Sönglög Jónasar Ingimundarsonar

Motive - Baldvin Hlynsson

Nýr heimur - Annalísa og Unnur Elísabet

One Evening in July - Marína Ósk

OWLS - Magnús Jóhann

Quanta - Einar Torfi Einarsson

Skemmtilegt er myrkrið - Tónleikhúshópurinn Töfrar

Solon Islandus - Gabríel Ólafs

Sounds of Fischer - Sin Fang, Kjartan Holm, Jonsi, Alex Somers

Stökk - Kristján Martinsson

Strengur - Halla Steinunn Stefánsdóttir

Surface - Ólafur Arnalds

Tempó Prímó - Uppáhellingarnir

Thankfully distracted - LÓN

The Essex Serpent - Herdís Stefánsdóttir og Dustin O’Halloran

They only talk about the weather - Árný Margrét

Tindátarnir - Soffia

Two Sides - Barokkbandið Brák

Ungfrú Ísland - Kvikindi

VÍDDIR - Bára Gísladóttir

Víðihlíð - Snorri Helgason

Vök - Vök

Vökuró - Graduale Nobili

While we wait - RAKEL, Salóme Katrín & ZAAR

Windbells - Kammersveit Reykjavíkur

LÖG/TÓNVERK SEM KOMA TIL GREINA Í TILNEFNINGUM TIL ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNANNA 2023

Á óvart (ásamt Kött Grá Pjé & Urður) - Benni Hemm Hemm

Aether - Haukur Gröndal

Allt - russian.girls & Bngrboy

Andblær - Lára Rúnars

Another time - ASA og Jóel

ARCHORA - Anna Þorvaldsdóttir

Bleikur og blár - Friðrik Dór

Circle - Finnur Karlsson

EF ÞEIR VILJA BEEF (ásamt Joey Christ)- Daniil

Einn heima - Kristján Martinsson

Einsetumaður - Magnús Jóhann

Fasaskipti - Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

FEAST - Daníel Bjarnason

Gemæltan - Veronique Vaka

Glerhjallar - Sveinn Lúðvík Björnsson

Haustdansinn - Mugison

Himnalag - KIRA KIRA

Klisja - Emmsjé Gauti

Lately - Sycamore Tree

Milder’s Mailbox - Baldvin Hlynsson

Partíta - Hjálmar H. Ragnarsson

PLAY – a concerto for Martin Kuuskmann - Páll Ragnar Pálsson

Prikó - ADHD

Radioflakes - Atli Ingólfsson

Ray of Light - Haukur Gröndal

Rhodos - Ultraflex

Rome - Jelena Ciric

Runaway (ásamt Rakel) - Lón

Snowblind - Ásgeir Trausti

Sólarsamban - Rebekka Blöndal og Ásgeir Ásgeirsson

The Gospel of Mary – Guðspjall Maríu - Hugi Guðmundsson

The Man Who Came To Play - Andrés Þór

The Moon and the Sky - Marína Ósk

The Other Side - Rakel, Salóme Katrín, ZAAR

The World is between us - Árný Margrét

Um tind er fjallað - Óskar Kjartansson

Ungfrú Ísland - Kvikindi

Upp á rönd (ásamt GDRN) - Hjálmar

Vinir - Elín Hall

We could stay - Ólafur Arnalds og Josin