Ístónninn - verðlaunagripur íslensku tónlistarverðlaunanna

Verðlaunagripur Íslensku tónlistarverðlaunanna er Ístónninn sem veittur hefur verið við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna frá árinu 2001

Um hönnuðinn

Inga Elín (f. 22. sept. 1957) hefur gegnt störfum í fulltrúaráði Sambands íslenskra myndlistarmanna og sat í stjórn félagsins á árunum 2000 – 2002. Hún stofnaði Gallerí Ingu Elínar í Reykjavík árið 1994 og starfrækti það í sjö ár. Listakonan Inga Elín hefur haldið allmargar einkasýningar bæði á Íslandi og í Bretlandi og tekið þátt í fjölda samsýninga á Norðurlöndum sem og á Íslandi. Hún hefur hannað og unnið ýmis verk fyrir kokkalandsliðið í fjöldamörg ár. Inga Elín var tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir myndlist árið 1994 og sex árum áður hlaut hún Kunsthandværkerprisen af 1879 verðlaunin í Kaupmannahöfn. Árið 1997 var Inga Elín bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Helstu verksvið og verkefni Ingu Elínar eru hönnun, glerlist, postulín, steinsteypa, leirlist, glersteypa og skúlptúr.