Ístónninn – verðlaunagripur íslensku tónlistarverðlaunanna

Verðlaunagripur Íslensku tónlistarverðlaunanna er Ístónninn eftir Ingu Elínu sem veittur hefur verið við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna frá árinu 2001.

Um hönnuðinn

Inga Elín (f. 22. sept. 1957) hefur gegnt störfum í fulltrúaráði Sambands íslenskra myndlistarmanna og sat í stjórn félagsins á árunum 2000 – 2002. Hún stofnaði Gallerí Ingu Elínar í Reykjavík árið 1994 og starfrækti það í sjö ár. Listakonan Inga Elín hefur haldið allmargar einkasýningar bæði á Íslandi og í Bretlandi og tekið þátt í fjölda samsýninga á Norðurlöndum sem og á Íslandi. Hún hefur hannað og unnið ýmis verk fyrir kokkalandsliðið í fjöldamörg ár. Inga Elín var tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir myndlist árið 1994 og sex árum áður hlaut hún Kunsthandværkerprisen af 1879 verðlaunin í Kaupmannahöfn. Árið 1997 var Inga Elín bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Helstu verksvið og verkefni Ingu Elínar eru hönnun, glerlist, postulín, steinsteypa, leirlist, glersteypa og skúlptúr.