Aðrir flokkar

Bjartasta vonin

Gjaldgengir eru allir íslenskir “nýliðar” eða “nýliðar” sem búa og starfa á Íslandi sem vöktu athygli á tímabilinu, óháð útgáfu. Sérstökum aðila verður falið að tilnefna í þessum flokki og skal skilgreining á nýliða vera í höndum hans sem skal þó geta rökstutt val sitt með sterkum hætti og ber honum að túlka hugtakið þröngt. Heimilt er að tilnefna hvort sem er flytjanda eða höfund. Óheimilt er að tilnefna aðila í þennan flokk sem áður hefur hlotið tilnefningu til ÍTV, gefið hefur út hljómplötu sem aðalflytjandi eða vakið hefur verulega athygli á einhverju tímabili sem er undangengið tímabili ÍTV hverju sinni. Tilnefndur aðili skal veita verðlaunum viðtöku.

Rás eitt og Rás tvö eru sérstakir samstarfsaðilar að verðlaununum Bjartasta vonin. Samstarfið felst m.a. í dagskrárgerð og kosningu á vef RÚV.

Tónlistarmyndband ársins

Galdgeng eru öll myndbönd þar sem um er að ræða myndband við íslenskt lag eða íslenskt tónverk. Leikstjórinn má vera íslenskur eða erlendur. Myndband ársins er valið í samvinnu við Albumm.is. sem tilnefnir 8 – 10 myndbönd en svo kjósa lesendur Albumm.is myndband ársins ásamt dómnefnd.